Nú er hægt að eignast hús sem fegurðardrottning á en hún Jónína Björk Vilhjálmsdóttir hefur ákveðið að selja einbýli sitt í Kópavogi.
Jónína lenti auðvitað í 2. sæti í Ungfrú Ísland.is árið 2003 en þá var hún 22 ára gömul og nemandi við HR, þar sem hún lærði viðskiptafræði. Listakonan Rakel McMahon sigraði keppnina það árið.
„Við Siggi keyptum Goðakórinn fokheldan árið 2008,“ segir Jónína á samfélagsmiðlum um húsið. „Við höfum síðan átt 17 yndisleg ár saman í húsinu, stækkað fjölskylduna, skapað ómetanlegar minningar og notið samvista við frábæra nágranna.“
Hún segir að til að byrja með hafi þau verið með leiguíbúð á neðri hæðinni en þegar fjölskyldan stækkaði hafi hæðirnar verið sameinaðar í eitt hús.
„Nú er nýr kafli framundan — við ætlum að byggja okkur heimili í nýja hverfinu fyrir ofan Goðakórinn. Því er húsið okkar komið á sölu.“
Jónína og Sigurður vilja fá 169.900.000 krónur fyrir húsið.









Komment