
Tónlistarmaðurinn og bróðir Billie Eilish, Finneas lét hörð orð falla í TikTok-myndbandi eftir að Alex Pretti, 37 ára hjúkrunarfræðingur, var skotinn til bana af fulltrúum ICE í Minneapolis á laugardaginn. Í myndbandinu tengir Finneas dauða Pretti beint við langvarandi umræðu um vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þá röksemdafærslu sem hann segir hafa verið notaða til að réttlæta bæði skotárásir í skólum og banaskot lögreglu.
Hann segir Bandaríkjamenn hafa lifað við linnulausar skotárásir í áratugi:
„Við höfum öll búið í Bandaríkjunum í gegnum bókstaflega óteljandi skotárásir í skólum. Skotárás eftir skotárás eftir skotárás eftir skotárás.“
Finneas segir íhaldssama afstöðu til vopna hafa gert þetta mögulegt:
„Íhaldsrökin sem leyfa skotárásir í skólum að halda áfram hafa alltaf í grunninn verið þetta: við verðum að verja annað breytingarákvæðið, við verðum að leyfa fólki að bera vopn, við verðum að leyfa fólki að eiga og bera vopn löglega.“
Og bætir við:
„Og, já, einhver smábörn deyja, það er í lagi með þau. Alveg ógeðsleg rök, svo það sé sagt.“
Finneas segir sömu rök nú notuð til að réttlæta dauða Alex Pretti:
„Öll rök sem ég hef séð fyrir því að dauði Alex Pretti í gær hafi verið réttlætanlegur eru svona: ja, hann var með byssu.“
Hann svarar því með skýrum hætti:
„Grjóthaldið kjafti!“
Finneas segir gagnrýnendur hafa í áratugi samþykkt dauða barna til að viðhalda vopnafrelsi:
„Þið hafið eytt 30 árum í röð í að segja okkur að börn verði að deyja svo við megum bera vopn löglega alls staðar.“
Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við öllum sem sáum myndböndin af andláti Petti:
„Þetta gerist alls staðar í Bandaríkjunum. Þessi maður var barinn í klessu á jörðinni. Hann dró ekki upp vopnið sitt.“
Og heldur áfram:
„Hann var með vopn á sér löglega, og þeir skutu hann í tætlur og drápu hann. Svo grjóthaldið kafti!“
Að lokum segir Finneas að andstaða við núverandi vopnalöggjöf hafi verið skýr í áratugi:
„Við höfum sagt ykkur í 30 ár að við teljum ekki að fólk eigi að mega hafa jafn mörg vopn og það má hafa eða bera þau löglega um Bandaríkin.“
Og bætir við:
„Þið hafið sagt okkur að þetta verði að halda áfram. Börn verði að halda áfram að deyja svo við megum bera byssur. Þannig að steinhaldiði kjafti!“

Komment