
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er hugsi yfir stýrivöxtum Seðlabankans.
Í morgun tilkynnti Peningastefnunefnd Seðlabankans að stýrivextir yrðu óbreyttir en þeir standa nú í 7,5 prósentum.
Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson skrifaði stutta Facebook-færslu í dag þar sem hann segist hugsi yfir stýrivöxtunum og birti samanburð við nokkur önnur lönd.
„Hugsi yfir stýrivöxtum að teknu tilliti til verðbólgu á Íslandi samanborið við nokkur lönd valin af handahófi,“ skrifaði Breki og birti eftirfarandi samanburð:

Mannlíf hafði samband við Breka og spurði hvort hann gæti tjáð sig meira um þessa Facebook-færslu en í skriflegu svari sínu bendir hann á að Svíþjóð sé eina landið þar sem raunstýrivextir eru hærri en eitt prósent.
„Ekki annað en það að hér á Íslandi eru langhæstu raunstýrivextir í þeim löndum sem ég skoðaði. Svíþjóð er eina landið þar sem raunstýrivextir eru hærri en 1% (þeir eru 1,19% í SE) fyrir utan Ísland,hvar raunstýrivextir eru 3,37%, eða þrisvar sinnum hærri en í Svíþjóð.“
Komment