Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, hefur ákveðið að setja fjölskylduíbúðina á sölu en samkvæmt færslu Freyju á samfélagsmiðlum stefnir fjölskyldan á að flytja í Laugardal.
Freyja var ráðin sem framkvæmdastjóri BÍ í fyrra en hún hafði áður starfað fyrir BSRB og sem aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar.
Íbúðin er staðsett á Eiríksgötu og þess ber að geta að íbúðin sjálf er skráð 100 fm skv. eignaskiptalýsingu, við það bætist 2,4 fm séreign á stigagangi og 3,8 fm geymsla. Hún er á annarri hæð í þríbýli.
84.900.000 króna eru settar á íbúðina.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment