1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

6
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

7
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

8
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

9
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

10
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Til baka

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

„Þau eru orðin ástfangin af þessu barni“

hjónin og barnið
FjölskyldanMálið er hið flóknasta

Par í Flórída hefur höfðað mál þar sem því er haldið fram að frjósemisklíník í Orlando hafi ruglað saman fósturvísum, sem leiddi til þess að konan fæddi barn sem er ekki líffræðilega þeirra.

Tiffany Score og Steven Mills segja að Fertility Centre of Orlando, sem rekin er af fyrirtækinu IVF Life, Inc., hafi sett rangan fósturvísi upp í leg Score við glasafrjóvgunarmeðferð. Málið var höfðað í síðustu viku fyrir héraðsdómi í Orange-sýslu í Flórída og beinist einnig gegn yfirlækni klíníkurinnar, Milton McNichol.

Samkvæmt málsgögnum geymdu Score og Mills þrjá lífvænlega fósturvísa á klíníkinni árið 2020. Fósturvísarnir voru búnir til með glasafrjóvgun og áttu að vera notaðir síðar. IVF Life auglýsir þjónustu sína sem „háþróaða frjósemismeðferð“ og „nýjustu tækni“. Fimm árum síðar var fósturvísi settur upp í leg konunnar.

Score fæddi „fallega og heilbrigða stúlku“ 11. desember á síðasta ári. Foreldrarnir segjast strax eftir fæðingu hafa áttað sig á því að eitthvað væri ekki rétt. Í málsskjölum kemur fram að bæði þau séu „hvít (Caucasian)“, en barnið hafi „líkamleg einkenni sem bendi til þess að hún sé ekki af hvítum kynþætti“. Barnið er sem sagt dökkt á hörund.

Síðar var gerð erfðarannsókn sem staðfesti að barnið væri „alls ekki í erfðafræðilegum tengslum“ við hvorugt foreldrið.

Lögmaður parsins, John Scarola, segir að hann hafi sent klíníkinni bréf 5. janúar þar sem þess var krafist að barnið yrði sameinað „líffræðilegum foreldrum sínum“ og jafnframt óskað skýringa á því hvað hefði orðið um fósturvísa skjólstæðinga hans.

Parið óttast einnig að mistökin séu víðtækari og að annar sjúklingur kunni að hafa fengið þeirra fósturvísi. Sá einstaklingur gæti nú verið óléttur eða að ala upp líffræðilegt barn þeirra.

Í málsókninni segir að Score og Mills hafi myndað „mjög sterkt tilfinningalegt samband“ við barnið á meðgöngunni og að tengslin hafi styrkst enn frekar eftir fæðingu. Barnið er enn í þeirra umsjá. Þótt þau segist reiðubúin að ala barnið sjálf telji þau sig bera lagalega og siðferðislega skyldu til að bregðast við.

Þau telja að barnið eigi að fá tækifæri til að sameinast líffræðilegum foreldrum sínum, ef þeir vilja stíga fram.

„Þau eru orðin ástfangin af þessu barni,“ sagði Scarola. „Þau myndu fagna því að fá að ala barnið upp. En áhyggjurnar snúast um að þetta sé barn einhvers annars og að einhver geti mætt hvenær sem er og krafist barnsins.“

Í málinu er farið fram á neyðaraðgerðir dómstóla. Krafist er að dómari skipi klíníkinni að hafa samband við alla hugsanlega aðila sem málið gæti varað og að hún greiði fyrir umfangsmiklar erfðarannsóknir.

Neyðarþinghald fór fram á miðvikudag fyrir dómaranum Margaret Schreiber. Þar sagði Scarola að mistökin gætu hafa átt sér stað annaðhvort árið 2020 eða við uppsetningu fósturvísisins árið 2025.

Hann krafðist þess að klíníkin greiddi fyrir erfðarannsóknir til fimm ára og lýsti málinu sem „skelfilegum mistökum“. Hann bætti við að slík atvik væru sem betur fer „mjög sjaldgæf“ og viðurkenndi jafnframt flókið lagalegt álitaefni málsins.

„Það er ekki mikill lagagrunnur í Flórída sem hægt er að styðjast við til að finna lausn sem bæði veitir stefnendum svör og verndar þá hagsmuni sem stefndu vilja tryggja fyrir sína skjólstæðinga,“ sagði dómarinn.

Dr. McNichol lauk læknanámi við Loma Linda-háskóla árið 2004 og hefur hlotið lof sjúklinga og samstarfsfólks fyrir fagmennsku og mannlega framkomu, samkvæmt Issuewire.com. Hann hefur meðal annars fengið sex Patients’ Choice-verðlaun og var valinn meðal tíu fremstu lækna Flórída árið 2014.

Í tilkynningu sem síðar var fjarlægð af vef sínum sagði IVF Life að fyrirtækið væri „í fullu samstarfi við rannsóknaraðila til að aðstoða einn af sjúklingum okkar við að finna uppruna þeirra mistaka sem leiddu til fæðingar barns sem er ekki erfðafræðilega tengt þeim“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Hafði áður sloppið við refsingu fyrir heimilisofbeldi
Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Slúður

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði
Myndband
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Hafði áður sloppið við refsingu fyrir heimilisofbeldi
Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Loka auglýsingu