
Bjarni BenediktssonVar lengi formaður Sjálfstæðisflokksins
Mynd: Samtök Atvinnulífsins
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tekur við starfinu 1. mars næstkomandi. Hann tekur við af Sigríði Margréti Oddsdóttur, sem var fyrir stuttu síðan ráðin forstjóri Bláa lónsins.
Bjarni gegndi þingmennsku frá árinu 2003 til 2025. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur á ferli sínum gegnt embættum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra.
„Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt og ég hlakka til þess að starfa með öflugum hópi starfsmanna samtakanna og öllum haghöfum samtakanna að því að styðja íslenskt atvinnulíf til verðmætasköpunar,“ sagði Bjarni í tilkynningu um málið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment