
Jón Magnússon, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins og Sjálfstæðisflokksins, og Margrét Þórdís Stefánsdóttir hafa ákveðið að selja glæsilegt heimili sitt í Árbænum.
Um er að ræða sex herbergja eign á skjólgóðum stað innst í botnlanga. Húsið skiptist í anddyri, snyrtingu, eldhús, borðstofu og stofu. Á herbergisgangi eru þrjú svefnherbergi og stórt baðherbergi. Inn af eldhúsi er þvottahús, úr þvottahúsi er innangengt í tvöfaldan bílskúr. Inn af bílskúr er búið að gera stórt herbergi sem einnig er með hurð út á pall. Undir herbergi og bílskúr er stórt geymslurými sem gengið er í úr herbergi inn af bílskúr.
Lóðin er stór og gróinn og liggur að opnu svæði. Stutt er í skóla, leikskóla, Elliðaárdalinn og góðar gönguleiðir. Innkeyrslan er hellulögð og er einkabílastæði á lóðinni.
Húsið er skráð 236,3 fm. Þar af er bílskúr 52,3 fm.
Jón og Margrét vilja fá 187.000.000 krónur fyrir húsið.









Komment