Gervigreindarfyrirtækið Menni, og veitingastaðurinn Friðheimar, sem er staðsett í Reykholti í Biskupstungum, hefur nú byrjað samstarf er markar tímamót í þjónustu veitingastaða á Íslandi.
Verður veitingastaðurinn Friðheimar sá fyrsti á Íslandi til að innleiða sérhæfðan gervigreindarfulltrúa er svarar fyrirspurnum og aðstoðar einnig viðskiptavini allan sólarhringinn.
Þetta verkefni felur það í sér að Menni hefur þróað og innleitt spjallmennið Fríðu á vefsíðu Friðheima, er getur leiðbeint gestum og gangandi með bókanir, dagskrá sem og svör við algengum spurningum; allt frá matseðli og opnunartíma til sérhæfðrar þjónustu veitingastaðarins.
Lausnin þessi gerir viðskiptavinum kleift að fá svör án þess að þurfa að bíða og alveg óháð opnunartíma:
„Við leggjum alltaf áherslu á að þjónusta viðskiptavini sem best,“ sagði Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri Friðheima og bætti því við að „með þessari nýjung tryggjum við að allir fái fljóta og örugga aðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda.“
Daníel Spanó er framkvæmdastjóri Menni og fagnar hann samstarfinu við Friðheima og segir það hafa verið alveg „sérstaklega ánægjulegt“ að vinna með Friðheimum sem eru brautryðjendur á sínu sviði. Að þau verði fyrst til að taka gervigreindarþjónustu í notkun í veitingageiranum sýnir framtíðarsýn og vilja til að bæta upplifun gesta með nýjustu tækni.“
Menni er hugbúnaðarfyrirtæki er sérhæfir sig í hagnýtingu gervigreindar í þeim tilgangi að einfalda sem og að bæta þjónustu fyrir fyrirtæki.
Komment