Kleifarvegur 1 hefur verið settur á sölu en húsið var teiknað af Sigvalda Thordarsyni.
Húsið er einbýli á tveimur hæðum í Laugardal og er stutt í alla þjónustu og útivist. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi en húsið 240.1m² á stærð. Tvennar svalir eru á húsinu og er ágætis útsýni af þeim báðum. Bílskúr fylgir húsinu og svo er arinn í stofu og hægt að hlýja sér við heitan eld um vetur.
Eigendur vilja fá 198.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment