Við Sefgarða 10 á Seltjarnarnesi er nú komið á sölu rúmgott og fjölhæft einbýlishús sem telur alls 407,9 fermetra.
Eignin stendur á stórri 1.416 fermetra lóð á vinsælum stað þar sem óhindrað útsýni yfir Faxaflóa nýtur sín til fulls – allt frá Snæfellsnesi til Skálafells.
Húsið var byggt árið 1982 og býður upp á mikla möguleika fyrir nýja eigendur en Ormar Þ. Guðmundsson teiknaði húsið. Í dag er eignin nýtt sem þrjár leiguíbúðir, en auðvelt er að sameina rýmin aftur og skapa eitt glæsilegt fjölskylduheimili. Stærð hússins og staðsetning gera það einnig áhugavert fyrir þá sem vilja sameina búsetu og útleigu.
Staðsetningin er afar eftirsótt, með stuttan aðgang að útivistarsvæðum og fallegum gönguleiðum. Allri helstu þjónustu er einnig að finna í næsta nágrenni, þar á meðal leik- og grunnskóla, sundlaug, bókasafn, heilsurækt, kaffihús, verslanir og golfvöll.
Ásett verð er 285 milljónir króna. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast stórt hús með stórbrotnu útsýni á einum vinsælasta stað höfuðborgarsvæðisins.


Komment