1
Innlent

Barn flutt á bráðamóttökuna

2
Fólk

Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags

3
Innlent

Friðrik fór inn á athafnasvæði lögreglu án leyfis

4
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

5
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

6
Fólk

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu

7
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

8
Innlent

MAST varar við salmonellukjúklingi

9
Peningar

Útvarpsmaðurinn Þór Bæring stofnar fyrirtæki

10
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Til baka

Glúmur minnist föðurafa síns

„Gaf allt sitt fyrir kjör verkafólks þótt það bitnaði á hans eigin fjölskyldu.“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð. Mjög svo.

Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, minnist afa síns, Hannibals Valdimarssonar fyrrverandi ráðherra og verkalýðsforingja, í persónulegri færslu þar sem hann rifjar upp áhrifamikla nærveru hans, flókna fjölskyldusögu og arfleifð á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Hannibal var einn umdeildasti og skrautlegasti stjórnmálaleiðtogi síðustu aldar.

„Afmælisdagur afa enn og aftur. Ég náði aldrei að kynnast honum náið af því hann og pabbi were rowing einsog sagt er á gamalli írsku. Áttu eitthvað óuuppgert,“ skrifar Glúmur og lýsir því hvernig samband föður hans, Jóns Baldvins Hannibalssonar og afa hafi haft áhrif á tengsl þeirra.

Þrátt fyrir það hafi Hannibal verið stöðug nærvera í lífi hans undir það síðasta. Glúmur segir að síðustu ár ævi sinnar hafi afi hans reglulega komið í sunnudagsmat á heimili fjölskyldunnar. „En síðustu ár hans kom hann reglulega á Vesturgötuna í lamb á sunnudögum. En hann var þá orðinn roskinn. Mælti fátt en mælti vel og á óaðfinnanlegri íslensku sem nú er nánast útdauð.“

Í færslunni rifjar Glúmur einnig upp hvernig nafn Hannibals hafi vakið sterk viðbrögð víða um land. „En nærvera hans var ævarandi frá því ég man eftir. Fólk stoppaði mig á götum úti á Ísafirði og jafnvel Reykjavík til að benda mér á hvurs konar stórmenni afi minn væri. En ekki alltaf,“ skrifar hann.

Hann lýsir einnig minningu úr æsku sem sýnir hversu umdeild persóna Hannibal var í augum sumra. „Púki frá Bolungarvík vissi að afi væri Hannibal þegar ég fór um hlíðina með vinum mínum og kallaði: Mikið var að beljan bar í fjósinu hjá Hannibal. Ég trylltist og endaði þetta með blóðugum slagsmálum. Ég stend enn á því að íhaldsidjótið pabbi hans hafi att honum á mig.“

Glúmur segir að þrátt fyrir allt hafi hann aldrei efast um grundvallargildi afa síns og þá fórn sem hann færði í þágu verkalýðsins. „En hvað um það. Ég veit fátt en ég veit að Hannibal var frábær skólastjóri og kennari og elskaði alþýðuna og gaf allt sitt fyrir kjör verkafólks þótt það bitnaði á hans eigin fjölskyldu.“

Að lokum lýsir hann Hannibal sem manni sem lifði lífi sínu af heilindum og eldmóði. „Hann var verkalýðsforingi af ástríðu og náð.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Trump gaf starfmanni Ford verksmiðju fingurinn
Myndband
Heimur

Trump gaf starfmanni Ford verksmiðju fingurinn

Starfsmaðurinn hafði kallað forsetan „verndari barnaníðinga“
Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu
Innlent

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi
Innlent

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru
Myndband
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins
Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

Kristján segist ekki vera „rasisti“
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni

„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“
Innlent

„Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða“

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns
Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns

„Gaf allt sitt fyrir kjör verkafólks þótt það bitnaði á hans eigin fjölskyldu.“
Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags
Fólk

Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru
Myndband
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

Kristján segist ekki vera „rasisti“
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu
Myndir
Fólk

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu

Loka auglýsingu