
Búa til eitt besta súkkulaði landsinsNammi namm.
Mynd: Freyja
Nammifyrirtækið Freyja hagnaðist um 61 milljón króna í fyrra en ár áður hagnaðist fyrirtækið um níu milljónir. Viðskiptablaðið greindi frá.
Samkvæmt ársreikningi hefur félagið sýnt aðhald í rekstri undanfarið vegna hækkandi heimsmarkaðsverð á kakóhráefnum. Eigið fé í lok síðasta árs var 390 milljónir króna og er eignir félagsins metnar á 858 milljónir króna.
Freyja hefur verið leiðandi í matvælaframleiðslu á Íslandi síðan fyrirtækið var stofnað af fjórum Íslendingum árið 1918. Meðal vara Freyju má nefna Draum, Rís og Djúpur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment