1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

4
Innlent

Slys í Laugardalnum

5
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

6
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

7
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

8
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

9
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

10
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Til baka

Halla forseti ætlaði að „merkja“ páfann

Umdeild færsla forsetans var mikið rædd í gær

Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Halla forseti yfirsást @-merkiðLeiðrétti færsluna síðar
Mynd: Aldís Pálsdóttir / Skrifstofa forseta Íslands

Mikið hefur verið deilt um færslu sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ritaði í gær en þar var hún deila samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa en hann lést í gær eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Í upphaflegri útgáfu af færslunni nefni Halla páfann Pope Francis og fór það fyrir brjóstið á mörgum Íslendingum.

„Það var vont og í raun alveg óboðlegt og óskiljanlegt að í opinberri færslu forseta Íslands skyldi vísa til Frans páfa með enskri gerð af nafni hans og embættisheiti,“ skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, um málið. „Sem betur fer var þessu breytt fljótlega en þetta sýnir að enskan laumar sér víða inn og nauðsynlegt er að vera alltaf á verði gagnvart óþarfri og ástæðulausri enskunotkun.“

„Ó hvað þetta er innilega vont,“ skrifaði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands.

„Þegar ég var í þriðja bekk í MR (1968–1969), skilaði ég ritgerð og minntist á Mexico City. Jón S. Guðmundsson, íslenskukennari minn, benti réttilega á, að ég ætti annaðhvort að nota íslenska nafnið, Mexíkóborg, eða hið spænska, Ciudad Mexico. Ég lét mér þetta að kenningu verða,“ bætti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, við umræðuna.

Mannlíf sendi fyrirspurn á forsætisembættið til að spyrja nánar út í þá hugsun að notast við Pope Francis frekar en Frans páfa í færslunni.

„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,“ sagði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari í svari við fyrirspurn Mannlífs.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Eigendur fá tveggja mánaða frest til hreinsunar
Vinsælar sörur innkallaðar
Innlent

Vinsælar sörur innkallaðar

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael
Heimur

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie
Heimur

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Innlent

Vinsælar sörur innkallaðar
Innlent

Vinsælar sörur innkallaðar

Eru framleiddar af Sætum Syndum
Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Loka auglýsingu