1
Innlent

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni

2
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

3
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

4
Heimur

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí

5
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

6
Innlent

Umferðarslys í Árbænum

7
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

8
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

9
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

10
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

Til baka

Halla Tómasdóttir fær 100 milljónir í arð

Forseti Íslands hagnast verulega á árinu vegna sölu á auglýsingaskiltum.

Halla Tómasdóttir forseti
Halla TómasdóttirVarð óvænt sigurvegari forsetakosninganna í fyrra.
Mynd: Halldór Kolbeins / AFP

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á von á háum greiðslum eftir að eignarhaldsfélag, sem hún á hlutdeild í, ákvað á dögunum að greiða út 800 milljónir króna í arð.

Ástæða arðgreiðslunnar er að félagið Var ehf, sem fjárfestingafélag Höllu Tómasdóttur forseta á hlut í, seldi hlut sinn í fyrirtækjum sem halda úti umhverfisauglýsingum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ljósaskilti og yfir 50 auglýsingafletir sem eru yfir 12 fermetrar að stærð.

Félögin, Billboard ehf., BBI ehf. og Dengsi ehf, sem reka auglýsingaskiltin, voru verðmetin á rúmlega 5 milljarða króna í kaupum Símans á þeim. Síðastnefnda félagið rekur 350 biðskýli á leiðum strætisvagna á landinu þar sem birtar eru umhverfisauglýsingar fyrir vegfarendur.

Gæti átt von á meiru

Aðkoma Höllu að félaginu liggur í gegnum félagið Sunnunes ehf, sem hún á helming í, en Sunnunes á fjórðung í Var ehf, sem seldi 34% hlut sinn í auglýsingaskiltafélögunum.

Í skýrslu stjórnar félagsins Var ehf. í nýútkomnum ársreikningi kemur fram að félagið hagnaðist um rúmlega 1,5 milljarð króna. „Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 allt að fjárhæð 800,0 millj. kr,“ segir þar.

Þetta segir ekki alla söguna, þar sem félagið býr yfir 1,4 milljörðum króna í óráðstöfuðu eigin fé eftir söluhagnaðinn og er því arðgreiðsla ársins aðeins rúmlega helmingur þess sem félagið er fært um að greiða hluthöfum sínum.

Skattgreiðslur af arði eru 22%. Því er ljóst, að kjósi Halla að greiða sér arð út úr félaginu Sunnunesi, sem fær arðgreiðslurnar úr Var ehf, munu 78 milljónir króna sitja eftir, fyrir utan 600 þúsund króna frítekjumark hjóna þegar kemur að fjármagnstekjuskatti.

Fær 225 þúsund króna launahækkun

Eftir að Halla vann forsetakosningarnar síðasta sumar sagði hún sig frá prókúru í félaginu Sunnunesi. Þá eftirlét hún Jóni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Origo, stjórn á félaginu, en hann á hinn helminginn á móti henni. „Hann hefur tekið allar ákvarðanir og stýrt öllu þar, af því að ég er bara búinn að vera í öðru - að reyna að breyta heiminum. Þannig að ég hef ekkert verið að skipta mér af þessu,“ sagði hún í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra vor.

„Ég er bara búinn að vera í öðru - að reyna að breyta heiminum“

Halla fær síðan launahækkun sem forseti Íslands 1. júlí næstkomandi, ef fer sem horfir, þegar 5,6% sjálfvirk launahækkun ráðamanna tekur gildi. Þá hækka mánaðarlaun forsetans úr 4.023.185 krónum í 4.248.483 krónur, sem nemur ríflega 225 þúsund króna hækkun mánaðarlauna.

Árslaunin verða þá 51 milljónir króna. Laun forseta Íslands munu með hækkuninni jafna laun forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, sem eru rétt tæplega 51 milljón króna miðað við gengi dagsins í dag.

Því stefnir í að tekjur Höllu Tómasdóttir verði í raun 150 milljónir króna á árinu. Heildarárslaun 2025 munu þá nema 49,6 milljónum króna fyrir störf forseta Íslands og til viðbótar 100 milljónir króna, þegar og ef arðgreiðslan fer út úr félagi hennar, sem liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Endurbætur á húsnæðinu

Forseti Íslands býr frítt á Bessastöðum og fær samkvæmt lögum „ókeypis bústað, ljós og hita“. Allur útlagður kostnaður vegna embættisins greiddur úr ríkissjóði.

Miklar endurbætur hafa verið unnar á íbúðarhúsi forsetans við Bessastaði eftir að Halla tók við embættinu.

Keyptur var ísskápur og frystir fyrir tæpar 800 þúsund krónur fyrir einkaeldhús forsetans. Þá kostaði gaseldavél með ofni rúmlega hálfa milljón. Um er að ræða annað eldhús en það sem nýtt er til matreiðslu fyrir opinbera gesti forseta, samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar um málið.

Alls greiddi ríkissjóður 120 milljónir króna fyrir uppfærslu á bústað forseta, en þar af fóru 45,5 milljónir króna í „innréttingar og uppsetningu á þeim“. Eldhúsinnréttingin var orðin 30 ára gömul.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma
Heimur

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma

Veiðimaður fann líkið á mánudag á torförnum stað
Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf
Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf

Rob opnaði sig um djúpstæðan ótta rétt fyrir morðin
Heimur

Rob opnaði sig um djúpstæðan ótta rétt fyrir morðin

Halldór Blöndal er fallinn frá
Minning

Halldór Blöndal er fallinn frá

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni
Innlent

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí
Heimur

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf
Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf

Hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands í tæp tíu ár
Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir
Myndir
Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu
Myndir
Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

Loka auglýsingu