Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var hluti af tekjuhæstu 1% Íslendinga árið 2024 en þetta kemur fram í Hátekjublaði Heimildarinnar.
Forsetinn er þar skráð í 1010. sæti listans en heildartekjur hennar voru 64.020.241 krónur. Tölurnar í listanum eru áætlaðar tekjur fyrir árið 2024, reiknaðar útfrá greiddu útsvari og fjármagnstekjuskatti. Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, er hvergi að finna á listanum. Fyrir ofan Höllu á listanum er Matthías Óskarsson útgerðarmaður og fyrir neðan hana er Katrín Pétursdóttir, fjárfestir sem kennd er við Lýsi.
Halla var kjörin forseti Íslands sumarið 2024 eftir hafa fengið 34% atkvæða en Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, var í 2. sæti í kjörinu með 25% atkvæða. Í nýlegri könnun Maskínu eru 52% Íslendinga ánægðir með störf Höllu sem forseta.
Halla starfaði áður hjá fyrirtækjum og félögum á borð við Auður Capital, Íslenska Útvarpsfélaginu, Pepsi og The B Team.
Komment