1
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

2
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

3
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

4
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

5
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

6
Landið

Leiðsögumaður bjargaði föstum jeppa við Mælifell

7
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

8
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

9
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

10
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Til baka

Hélt uppistand á Íslandi fyrir úkraínska herinn

Úkraínski grínistinn Vasyl ByDuck hélt uppistandssýningu á úkraínsku í kjallararými Dubliner í Reykjavík en sýningin var haldin fyrir Úkraínubúa sem búsettir eru hér á landi og rann allur ágóði til úkraínska hersins

Vasyl-Byduck
Hélt uppistand fyrir úkraínska herinnSafnaði hálfri milljón króna

Grínistinn Vasyl ByDuck frá Úkraínu hélt uppistandssýningu í Reykjavík í gærkvöld til styrktar úkraínska hernum og segist Vasyl elska Ísland og lítur á það sem annað heimili sitt utan.

Er sýningin hluti af uppistandsferðalagi Vasyl um einar 28 borgir í Evrópu; var sýningin hér á landi sú sautjánda er hann hélt, eins og segir á vefmiðlinum vb.is.

Eins og áður sagði rennur allur ágóði miðasölunnar beint til úkraínska hersins og að sögn skipuleggjanda sýningarinnar náði Vasyl að safna aðeins meira en hálfri milljón íslenskra króna í gærkvöld.

Seldist upp á sýninguna; rúmlega 110 gestir greiddu fimm þúsund krónur í aðgangseyri:

„Ég verð bara með þessa einu sýningu í Reykjavík og fer svo beint úr landi um miðnætti. Þetta er allt skipulagt af mér og konu minni og svo rennur allur ágóðinn til úkraínska hersins svo hann geti fjármagnað kaup á vopnum, skotheldum vestum og fleira. Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum en því miður þá kemur áhrifaríkasta hjálpin í formi vopna.“

Kemur fram að Vasyl hafi áður sótt Ísland heim en kappinn hélt uppistandssýningu á Gauknum fyrir sjö árum síðan:

„Ég elska Ísland meira en nokkra aðra þjóð utan Úkraínu, en ég verð líka svo sorgmæddur þegar ég kem hingað og sé alla þessa fallegu fossa og firði og ber það svo saman við það sem er að gerast í mínu landi. Mágkona mín sagði mér til dæmis frá því í vikunni að Rússar sprengdu hverfið okkar og að nokkrar eldflaugar höfðu lent rétt hjá íbúðinni okkar.“

Eggert Smári Sigurðsson skipuleggjandi sýningarinnar var afar ánægður með viðbrögðin og segist sjaldan eða aldrei hafa upplifað aðra eins eftirspurn:

„Á ákveðnum tímapunkti var verið að selja svo mikið af miðum að vefsíðan okkar bara hrundi. Ég veit ekki hvort það var vegna netárása Rússa eða hvað en svo fór síðan aftur í loftið eftir sólarhring. Svo héldu fyrirspurnir áfram að berast eftir að við lokuðum fyrir miðasölu frá fólki sem biðlaði til okkar að selja þeim miða.“

Vasyl er mjög frægur í Úkraínu eftir margra ára feril sem uppistandari; hefur hann undanfarin misseri ferðast til fremstu víglínunnar í stríði Rússa og Úkraínumanna og hefur hann til að mynda haldið sýningar fyrir hermenn í skotgröfum á Donbass-svæðinu.

„Ég hef haldið margar sýningar fyrir úkraínska herinn í skotgröfunum og meira að segja á meðan stórkotaliðsárásir óvina heyrðust allt um kring. Það voru hins vegar bestu sýningar sem ég hef gert. Það var ekki mikið hlegið en ég fann svo mikið fyrir tilfinningum allra í kringum mig. Það er svo frábær tilfinning að láta fólk, sem er stanslaust í nánd við hræðslu og dauðann, hlæja og brosa í smá stund.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

Þjófagengi hefur stolið olíu úr vinnubílum að undanförnu
„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“
Heimur

„Þegar samfélag er kerfisbundið lagt í rúst dugar ekki að dreifa matarpökkum“

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi fyrir að sletta málningu“

Fólk

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra
Fólk

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra

„Fyrstu skrefin voru mjög erfið”
Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga
Fólk

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna
Myndir
Fólk

Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna

Loka auglýsingu