Fólk tók misvel í snjókomuna sem Íslendingar urðu vitni að á þriðjudaginn en úrkoman setti strik í reikninginn hjá mörgum á höfuðborgarsvæðinu.
Sem betur fer hjálpaði Keisaraveldið, úr Star Wars heiminum, mörgum Íslendingum við snjómokstur en til allrar hamingju voru þarna á ferðinni einstaklingar í búningum en ekki hið illa Keisaraveldi. Svo hjálpaði einn Jawa einnig til við moksturinn.
Fólkið sem fór út að moka í búningum er hluti af 501st Legion Icelandic Garrison en sá hópur klæðir sig upp sem persónur úr Star Wars heiminum við hin og þessi tækifæri. Samkvæmt heimasíðu félagsins eru yfir 30 meðlimir í hópnum.
Hópurinn hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum eins og á Árbæjarsafni og í Reykjavíkurmaraþoninu.
Mynd: 501st Legion Icelandic Garrison
Mynd: 501st Legion Icelandic Garrison
Mynd: 501st Legion Icelandic Garrison
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment