1
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

2
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

3
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

4
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

5
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

6
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

7
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

8
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

9
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

10
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

Til baka

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna

„Augljóst að grafreitirnir munu brátt fyllast“

Tigrai
Fórnarlamb hungurs í TígraíMyndin sýnir fórnarlamb hungur á svæðinu árið 2021
Mynd: Shutterstock

Alvarleg hungursneyð herjar nú á norðurhluta Tígraí-héraðs í Eþíópíu, þar sem íbúar segja niðurskurð alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar hafa haft skelfilegar afleiðingar. Í þorpinu Hitsats, nærri landamærum Erítreu, eru íbúar sagðir deyja úr hungri og vannæringu og grafreitir að fyllast hratt.

Nireayo Wubet, 88 ára gamall íbúi þorpsins, segir að hann eyði nú stórum hluta daga sinna í að jarða vini og ættingja. „Það eru ekki átökin sem munu að lokum drepa okkur, heldur hungrið,“ segir hann og bætir við að mannúðaraðstoð sé afar takmörkuð. „Við fáum mjög litla hjálp.“

Hitsats hefur um árabil að mestu reitt sig á aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka, þar á meðal USAID, sem eitt sinn var stærsti veitandi mannúðaraðstoðar í Eþíópíu. Sú aðstoð hefur dregist verulega saman eftir niðurskurð á bandarískum framlögum í valdatíð Donald Trumps. Samkvæmt hjálparsamtökum, þar á meðal World Food Programme, þurfa allt að 80 prósent íbúa Tígraí á bráðaaðstoð að halda.

Læknar án landamæra segja að niðurskurðurinn hafi sett þegar brothætt heilbrigðiskerfi svæðisins undir enn meira álag. „Niðurskurður styrkja hefur aukið álag á þegar veikburða heilbrigðiskerfi, á sama tíma og mannúðarþörfin er langt umfram það sem hægt er að anna,“ sagði Joshua Eckley, yfirmaður samtakanna í Eþíópíu, í samtali við Al Jazeera.

Abraha Mebrathu, umsjónarmaður ríkisrekins flóttamannabúða fyrir um 1.700 innanlandsflóttamenn í Hitsats, segir að aðstoð berist varla lengur. „Þörfin er yfirþyrmandi og stuðningurinn afar lítill,“ segir hann og bætir við að margir íbúar séu orðnir svo veikburða að þeir séu einfaldlega „að bíða eftir sinni röð til að deyja“.

Eþíópísk stjórnvöld hafna því að hungursneyð sé í gangi og segja að nægilegt fæði berist viðkvæmum hópum. Alþjóðlegar stofnanir eru hins vegar á öndverðu máli. Samkvæmt nýjasta mati Famine Early Warning Systems Network þurfa yfir 15 milljónir Eþíópíubúa á bráðri mataraðstoð að halda, þar sem alþjóðleg mannúðarfjármögnun hefur dregist saman og áhrif margra ára átaka eru enn mjög sýnileg.

Í Hitsats óttast íbúar að staðan versni enn frekar. „Með svo marga sem deyja stöðugt er augljóst að grafreitirnir munu brátt fyllast,“ segir Yonas Hagos, djákni í kirkju við þorpið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum
Myndband
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna
Heimur

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

Loka auglýsingu