Í hlaðvarpsþættinum Kaffi og kjaftæði koma þær Jasmín Guðrún Abu Libdeh og Bísó Heiðarsdóttir saman og ræða um margt og mikið. Hlaðvarpið er létt og einlæg spjallþáttasería þar sem þær tökum fyrir allt frá daglegu lífi, samböndum og foreldrahlutverkum yfir í sjálfsrækt, samfélagsmál og það sem brennur á þeim, ásamt viðtölum.
Í einum þætti ræðir Jasmín um fæðingu sonar síns og hvernig hennar upplifun var á henni en Þórdís, eiginkona hennar, var með henni í fæðingunni.
„Við förum bara og ég er mætt niður á deild klukkan 5 og ég fer beint inn í skoðunarherbergi, ég veit að sumir bíða en það var enginn þannig ég fékk bara að fara beint og ég er í riti og mér var sagt að ég var frekar erfið, og ég hérna á að sitja í þessu riti nema ég gat ekki setið,“ segir Jasmín í þættinum. Jasmín heldur áfram og segir að henni hafi verið virkilega illt og hafi verið búin að taka ákvörðun um að fá verklyf meðan á fæðingu stóð.
„Ég var bara nennir hún að gefa mér verkjalyf og þá get ég setið. Og ég bara ég get þetta ekki, ég get þetta ekki, ég var að deyja, og hún stendur ljósmóðirin fyrir framan mig. Hún var frekar leiðinleg og hún stendur svona hálfan meter frá mér og hún segir við mig nú hættir þú, hann er í fyrsta sæti, þú ert ekki í fyrsta sæti, það er enginn að fara að gera þetta fyrir þig, þú ert að fara að gera þetta, og eitthvað svona geðveikt grimm og ég er ekki að grínast ég hugsaði ég er að fara að negla hausnum mínum í nefið á henni, ég bara þetta er ekki í lagi, ég var brjáluð,“ segir Jasmín.

Dæmdi ljósmóður
„Hún tékkar svo í annað skipti [innskot blaðamanns: á útvíkkun] segir svo það er allt í góðu en ég ætla að fá aðra ljósmóðir og fá álit frá annarri. Svo kemur hin og ég var bara nei, hún kemur vaggandi eins og mörgæs og ég dæmdi hana sko, svo var hún bara mesti engillinn, hún var bara best,“ segir hún um ljósmóðurina.
„Hún kemur og ætlar að finna og hún er alveg svona, ég veit að þetta er ógeðslega vont en geturðu reynt, ég verð ógeðslega fljót. Konur þurfa sitthvort í fæðingunni, sumar vija bara áfram, en sumar eins og ég vilja bara, músin mín þú getur þetta. Ég klárlega þurfti hana bara. Hún finnur og þær eitthvað svona já komum bara í fæðingarherbergi og þá er ég komin tíu í útvíkkun, og þær finna bara kollinn,“ en aðeins tveir tímar voru frá því að hún var komin á sjúkrahúsið þar til hún var komin með tíu í útvíkkun
Herbergið fylltist
„Ég fer inn í þetta fæðingarherbergi og ég þarf alltaf að fara á klósettið, halló hún er með rembingsþörf, þá kemur leiðinlega ljósan, sem snarbreyttist og varð ógeðslega næs. Af því að hún hélt örugglega að ég væri komin með svona tvo í útvíkkun var örugglega bara ég nenni þessu ekki. Hún kemur og er bara ertu með rembingsþörf og þá fór ég að gráta bara ég veit það ekki. Hún segir þú verður að koma í rúmið núna af því að hjartslátturinn, monitorinn dettur út. Ég leggst og þá er hjartslátturinn á honum, stráknum mínum orðinn svo lágur og hún ýtir á takka og herbergið verður appelsínugult og bara fyllist, mér fannst eins og það hafi komið svona fjórir inn en Þórdís sagði að það hafi verið svona 15 manns þarna. Ég man ég hugsaði ég er að fara í bjöllukeisara nema það var ekki málið svo gerðist það ekki. Ég rembdist svona tvisvar og svo er sett sogklukka, það var bara svona hann þarf að koma út núna,“ heldur Jasmín áfram.
Rosalega snögg fæðing
„Svo kemur hann bara út, hann fæðist 5:57, tveimur og hálfum tíma eftir að ég vakna. Hann kemur út og svo dett ég út og hann er bara settur á mig og ég heyri í þeim bara hann er kominn, og ég vissi ekki að hann væri kominn, hann var bara á mér. Ég sagði kannski ekki að þetta var fyrsta fæðingin mín, konan mín gekk með dóttir okkar. Þannig að það bjóst enginn við svona hraðri fæðingu,“ segir Jasmín en eftir fæðinguna sagði hún móður sinni frá þessu en hún hafði sjálf upplifað svipað í sínum fæðingum
„Hún var bara já, þetta er nákvæmlega eins og fæðingin mín, svo sagði ég þér að þetta hafi gerst svona hratt og þú bara já einmitt, bara eins og þetta væri ekkert merkilegt, ég var bara hvað er að ykkur. Kemur ekki í ljós bara að þú og þrjár systur þínar þar á meðal mamma mín hafið átt svona hraðar fæðingar og enginn sagði mér það halló sko. Bara ef ég hefði vitað sko, það er bara gott að vita,“ segir Jasmín að lokum.

Komment