1
Innlent

16 ára strákur dæmdur fyrir fjölda líkamsárása og vopnaburð

2
Innlent

„Hann er hrotti“

3
Fólk

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu

4
Menning

„Amma er geitin í eldhúsinu“

5
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

6
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

7
Innlent

Grískur maður í haldi lögreglu vegna andlátsins í Kópavogi

8
Heimur

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband

9
Innlent

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur

10
Innlent

Richards flutti inn lygilegt magn af metamfetamínkristöllum innvortis

Til baka

Játar fordóma gegn hinsegin fólki

„Sú manneskja sem ekki getur elskað, lifir innantómu lífi,“ segir Geir og lýsir hvernig fordómar stafa af óöryggi og ótta

Geir Gunnar Markússon
Geir Gunnar MarkússonDeilir reynslu sinni af fordómum sem miðaldra gagnkynhneigður karlmaður
Mynd: Geir Gunnar Markússon

Geir Gunnar Markússon opnar sig um reynslu sína að takast á við eigin fordóma gagnvart hinsegin fólki í skoðanapistli sem birtur var á Vísi í morgun. Hann segist hafa verið mjög fordómafullur þegar hann var ungur. „Um leið var ég óöruggur í eigin skinni, hræddur og kvíðinn,“ skrifar Geir í pistli sínum.

Þegar Geir var rúmlega tvítugur kom nákominn ættingi hans úr skápnum og Geir brást illa við og sagði ættingjann hljóta að vera að grínast. „Ég hafði fram að því ekki þekkt neinn sem var opinberlega samkynhneigður. Þetta kvöld bauð þessi ættingi minn mér og vinkonu minni út að borða á veitingastaðnum Ítalíu og síðan á barinn 22 til að hitta vini sína og kærustu/a. Með þessu var ætlunin að sýna fyrir mér að þetta væri ekkert grín, en ég afneitaði þessu öllu og vissi ekki einu sinni að barinn 22 væri yfirlýstur skemmtistaður samkynhneigðra á þessum tíma,“ segir Geir.

Geir segist sjá mikið eftir framkomu sinni á þessum tíma en hann hafi þroskast mikið á liðnum áratugum. Hann hefur grátið og hlegið að fordómafullu viðbrögðum sínum með ættingjanum og gert upp fyrir hegðun sína á þeim tíma.

„Ég hvet alla sem finna fyrir fordómum gagnvart hinsegin fólki að reyna að eignast vin í hinsegin samfélaginu. Þegar þú kynnist manneskjunni á bak við skilgreininguna, breytist sjónarhornið,“ skrifar Geir í pistlinum. Hann segir að af hans reynslu sé meiri kærleikur, hlýja og vinsemd í hinsegin samfélaginu en víða annars staðar í samfélaginu.

„Það er ástæða fyrir því að fólk hatar. Fordómar spretta af óöryggi, ótta og oft vanlíðan. Enginn fæðist fordómafullur — en við lærum það af umhverfinu,“ skrifa Geir. Þess vegna er fræðsla, vinátta, opin samtöl og kærleikur svo mikilvægur því það vinnur gegn fordómunum og óttanum.

Sem foreldri segist Geir þó skilja ótta annarra foreldra um að börnin þeirra komi út úr skápnum, ekki vegna eigin fordóma heldur ótta við fordóma samfélagsins. „Þau spyrja sig: Hvernig mun barnið mitt bregðast við þegar einhver eys yfir það fúkyrðum og fordómum fyrir að vera hinsegin?“ skrifar Geir. „Sem betur fer hefur hin mikla barátta fyrir réttindum hinseginleikans í okkar samfélagi skilað okkur því að umræðan er opin og velkomin þrátt fyrir bakslag.“

Það er vissulega aukið bakslag í heiminum gagnvart réttindum hinsegin fólks. Sem dæmi voru allir hinsegin viðburðir voru bannaðir með lögum í Ungverjalandi í ár. Hér á Íslandi hafa fordómar gegn trans fólki blossað upp. Þar má nefna alvarlega líkamsárás á trans konu fyrir utan líkamsræktarstöð sem RÚV greindi frá í vor. „Við þurfum fleiri þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem klæðast dragi í gleðigöngum og fagna fjölbreytileikanum,“ skrifar Geir.

„Vonum innilega að fólk sem hatar og sýnir mikla fordóma sjái ljósið einn daginn. Því sú manneskja sem ekki getur elskað, lifir innantómu lífi,“ segir Geir Gunnar Markússon.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Einn handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi
Innlent

Einn handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi

Stórhöfða lokað vegna elds í atvinnuhúsnæði
Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala
Heimur

Kona grunuð um að eitra fyrir samstarfsfélögum í Uppsala

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband
Myndband
Heimur

Stórundarlegt bílslys í Rúmeníu náðist á myndband

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins
Innlent

Samstöðufundur boðaður við húsnæði Ríkisútvarpsins

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir
Myndir
Fólk

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi
Heimur

Sakaður um að skilja kærustuna eftir á ísköldum fjallstindi

Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló
Heimur

Skotárás í verslunarmiðstöð í Osló

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum
Innlent

MAST varar við neyslu á íslenskum döðlum

Eurovision-goðsögn vill ekki sjá Ísrael í keppninni
Heimur

Eurovision-goðsögn vill ekki sjá Ísrael í keppninni

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur
Innlent

Stefán Einar segir Þórunni hafa brotið siðareglur

Kate Winslet gagnrýnir fegrunaraðgerðir fræga fólksins
Heimur

Kate Winslet gagnrýnir fegrunaraðgerðir fræga fólksins

Fólk

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir
Myndir
Fólk

Perla á Arnarnesinu á 240 milljónir

Sjö svefnherbergi ættu að duga flestum fjölskyldum
Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108
Myndir
Fólk

Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu
Myndir
Fólk

Æðisgengið einbýli í Löndunum til sölu

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista
Myndir
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

Selja draumaeign við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

„Andláti mínu hefur verið frestað“
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

Loka auglýsingu