Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Bernódus Óli Einarsson, eigendur kaffihússins Plantan, hafa tekið þá ákvörðun að selja íbúð sína á besta stað Laugardalnum en þar hafa þau búið undanfarin sex ár.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Þvottahús er í sameign og er íbúðin 80.7 m2 á stærð.
Þau hafa undanfarið vakið mikla athygli fyrir kaffihús sitt sem opnaði í janúar á þessu ári en það er staðsett í Norræna húsinu og er maturinn að miklu leyti plöntumiðaður auk þess að vera árstíðarbundnar.
Parið vill fá 64.900.000 krónur fyrir íbúðina.











Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment