Stórglæsilegt, mjög vandað og vel viðhaldið einbýli við Fróðaþing 13 er komið á sölu.
Húsið er á grónum og skjólsælum stað í Þingunum í Kópavogi. Stutt að sækja í leik- og grunnskóla, verslanir og íþróttamiðstöð og sundlaug, góðar gönguleiðir og aðra útivist.
Það er 229.1m² á stærð og er pláss fyrir flugvél í bílskúrnum. Svefnherbergin eru fjögur og baðherbergin eru tvö. Gróinn og skjólsæll garður er fyrir aftan húsið ásamt opnu óbyggðu svæði á bakvið hús.
Eigendurnir vilja fá 220.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment