
Helgi BjörnssonHelgi slapp sem betur fer með skrekkinn
Stórsöngvarinn Helgi Björnsson lenti heldur betur í kröppum dansi við Landeyjahöfn í dag, þegar tvær kríur gerðu sér lítið fyrir og réðust að honum.
Nú eru fjölmargir á leið til Vestmannaeyjar þar sem Þjóðhátíðin fer fram en einn af skemmtikröftum hátíðarinnar í ár, Helgi Björnsson, eða Holy B eins og hann er stundum kallaður, átti fótum sínum fjör að launa þegar tvær árásargjarnar kríur gerðu aðsúg að honum.
Ljósmyndari Mannlífs náði skemmtilegri mynd af atganginum en Helgi ku hafa sloppið með skrekkinn, þrátt fyrir tilraunir kríanna.

Kríurnar og HelgiKríur passa vel upp á eggin sín
Mynd: Víkingur
Helgi og Reiðmenn vindanna skemmta á kvöldvökunni á Þjóðhátíðnni sem hefst klukkan 21:00 í kvöld.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment