Það er ekki á hverjum degi sem hægt að kaupa hús sem er í eigu einstaklings sem hefur spilað knattspyrnulandsleik með Íslandi en það er nú hægt í dag.
Atli Sveinn Þórarinsson hefur sett hús sitt í Árbænum á sölu en hann lék níu landsleiki með Ísland frá 2002 til 2009 auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Síðan Atli hætti að spila hefur hann þjálfað Dalvík, Fylki og Hauka.
Húsið er tveggja íbúða og er verið að selja allt húsið. Það er á einstökum stað í Árbænum, örstutt er í sundlaug og íþróttaaðstöðu sem og fallegar gönguleiðir um Elliðaárdalinn, skóla og aðra þjónustu.
Eignin er 338.4m² á stærð og eru settar 189.900.000 milljónir á húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment