
Mynd: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Andra Snæ Kristinssyni , 35 ára gömlum manni sem búsettur er í Árbæ.

Ekkert hefur spurst til hans frá því á þriðjudaginn, 20. janúar.
Andri Snær er rauðhærður með skegg, um 180 cm á hæð og rúmlega 80 kíló að þyngd. Hann er talinn vera í ljósbláum strigaskóm, svörtum Adidas buxum með hvítum röndum á hliðinni og Zo-on úlpu líklega án loðkraga.
Þau sem vita um eða verða varir við Andra Snæ eru beðin að hringja strax í 112. Ábendingar má senda á netfangið [email protected].
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment