Það er ekki á hverjum degi sem hús eftir Björgvin Snæbjörnsson er til sölu en í dag er hægt að kaupa slíkt hús.
Björgvin hannaði Austurkór 58 en um er að ræða glæsilegt hús. Það er 296.6m² á stærð og eru sex svefnherbergi í því.
Húsið er á tveimur hæðum ásamt bílskúr á einstökum útsýnisstað við Austurkór í Kórahverfinu og í jaðri golfvallar GKG. Um er að ræða steinsteypt hús sem var byggt árið 2015 og stendur húsið á 577 fm lóð með fallegri aðkomu og upphituðu bílaplani. Á baklóð er skjólsæl verönd með heitum potti og lítill garður sem lagður er gervigrasi.
Eigendur þess vilja fá 265.000.000 krónur fyrir húsið.








Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment