1
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

2
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

3
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

4
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

5
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

6
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

7
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

8
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

9
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

10
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

Til baka

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

Lögregla
Fimm gistu fangaklefa lögreglu í nótt82 mál voru skráð í dagbók lögreglu.
Mynd: Víkingur

Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt og sinnti fjölda verkefna víðs vegar um umdæmið. Nokkrir einstaklingar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk annarra brota.

Margir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunarakstur og fíkniefnaakstur. Í nokkrum tilvikum reyndust viðkomandi jafnframt vera sviptir ökurétti eða aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Í öllum slíkum málum var farið eftir hefðbundnu ferli lögreglu. Þá voru tvær konur meðal þeirra sem handteknar voru vegna fíkniefnaaksturs, en báðar reyndust einnig vera sviptar ökurétti.

Einnig voru nokkur umferðarlagabrot afgreidd á vettvangi, þar á meðal hraðakstur þar sem ökumenn óku á allt að 116 km/klst á 80 km/klst götu. Þá var maður kærður fyrir að aka bifreið á VSK-númerum í einkaerindagjörðum.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum málum er varða ofbeldi. Tvö voru handtekin og vistuð í fangaklefa grunuð um líkamsárásir og hótanir. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna sem veittust að manni, en árásarþoli hlaut alvarlegt líkamstjón. Eitt ungmenni var handsamað og er málið unnið í samvinnu við barnavernd og er í rannsókn. Í öðrum málum var tilkynnt um líkamsárásir þar sem bæði gerendur og þolendur voru ungmenni, og eru þau mál til rannsóknar. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild með áverka eftir meinta líkamsárás.

Þá var tilkynnt um tvö innbrot með stuttu millibili. Innbrotsþjófurinn var handsamaður skammt frá vettvangi og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Í öðrum verkefnum var stúlka kærð fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum í þeim tilgangi að komast inn á skemmtistað. Maður var kærður fyrir brot á lögum um velferð dýra eftir að hafa verið staðinn að því að sparka í hund sinn. Hundurinn var tekinn af manninum og komið í viðeigandi athvarf.

Lögregla sinnti einnig tilkynningu um eld í bifreið, auk þess sem maður var handtekinn fyrir óspektir í miðborginni. Annar var handtekinn fyrir þvaglát á almannafæri í viðurvist lögreglu og var vistaður í fangaklefa þar sem hann var metinn ófær um að annast eigin hagsmuni sökum ölvunar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista
Myndir
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla
Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Slúður

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði
Myndband
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla
Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins
Innlent

Ugla varar við fangelsisvæðingu hæliskerfisins

Loka auglýsingu