
Móðir og tvö börn hennar létust í eldsvoða á heimili sínu á annan í jólum. Sjö ára stúlka, fjögurra ára drengur og móðir þeirra á fertugsaldri lokuðust inni þegar eldur kviknaði í húsi fjölskyldunnar nærri Stroud í Gloucesterskíri í Suðvestur Englandi. Lögregla segir að lík móðurinnar og eins barns hafi fundist á sunnudag, en beðið sé eftir formlegri auðkenningu.
Faðirinn, sem er starfandi lögreglumaður hjá Gloucestershire Constabulary, náði að komast út og var fluttur á Gloucestershire Royal Hospital til aðhlynningar.
Viðbragðsaðilar voru kallaðir út um klukkan þrjú aðfaranótt annars í jóla að Brimscombe Hill nærri Stroud.
Lögregla segir að eldurinn hafi kviknað á jarðhæð hússins og breiðst hratt út. Ian Fletcher, yfirmaður rannsóknardeildar, sagði á blaðamannafundi í dag að foreldrarnir hefðu vaknað um klukkan þrjú vegna eldsins og reynt að komast til barnanna sem sváfu uppi.
Faðirinn komst út um baðherbergisglugga og reyndi að brjótast inn í barnaherbergið utanfrá, en hitinn og ofsafengin eldurinn gerðu það ómögulegt, bætti Fletcher við.
Gloucestershire-lögreglan segir að enn sé verið að reyna að ná líki hins barnsins út, en að unnið sé af gát vegna þess að húsið er mjög óstöðugt eftir brunann.
Simon Opher, þingmaður Stroud, sagði að atburðurinn væri „harmleikur fyrir allt samfélagið“. „Hjörtun okkar eru hjá þeim sem málið snertir. Við munum gera það sem við getum til að styðja fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra. Þetta er harmleikur sem skekur alla,“ sagði hann.
Í yfirlýsingu frá Gloucestershire-lögreglu á laugardag segir:
„Viðbragðsaðilar eru á vettvangi eldsvoða nærri Stroud. Um klukkan þrjú í nótt (föstudaginn 26. desember) barst tilkynning um eld í húsi á Brimscombe Hill. Lögreglumenn, slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru sendir á vettvang. Einn einstaklingur náði að komast út og var fluttur á Gloucestershire Royal Hospital.“
Í nýrri uppfærslu bætir lögreglan við að ekkert bendi til grunsamlegra aðstæðna um uppruna eldsins. Lögreglan hefur tilkynnt andlátin til réttarmeinafræðings.

Komment