1
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

2
Menning

Misþyrming á Selfossi

3
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

4
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

5
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

6
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

7
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

8
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

9
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

10
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

Til baka

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

„Ég get ekki þolað meira af þessu“

Fergie og Andrés
Fergie og AndrewEnn og aftur er Andrew í fréttum
Mynd: JORDAN PETTITT / POOL / AFP

Andrew Mountbatten-Windsor, áður Andrés prins, svaraði tölvupósti sem Ghislaine Maxwell hafði áframsent honum í gegnum Jeffrey Epstein í mars 2011. Pósturinn laut að meintum kynferðislegum athöfnum hans með nuddara sem starfaði fyrir Epstein.

Samkvæmt gögnum sem Þingnefnd um eftirlit Bandaríkjaþings birti í gær, hljóðaði svar Andrews svo:

„Hæ! Hvað er þetta allt? Ég veit ekkert um þetta! Þú verður að SEGJA það, vinsamlegast. Þetta hefur EKKERT með mig að gera. Ég get ekki þolað meira af þessu.“

Maxwell hafði þann 4. mars áframsent tölvupóst frá Mail on Sunday, svokallaðan „rétt til svars“-póst, þar sem ýmsar ásakanir voru bornar fram á hendur Maxwell, Epstein og þáverandi prinsinum Andrési.

Í póstinum kom fram að kona, sem nafn hennar var afmáð í birtu skjölunum, hafi verið kynnt fyrir Andrew af Epstein árið 2001 í húsi Maxwell í Lundúnum, þar sem hún hafi haft samræði við Andrew.

Þann 6. mars 2011 birti Mail on Sunday frétt sem innihélt ljósmynd af Andrew prins og Virginíu Giuffre.

Í „rétt til svars“-póstinum var jafnframt haldið fram að nuddaranum og annarri stúlku hafi verið skipað að sitja í kjöltu Andrews í íbúð Epstein í New York, og að hann hafi káfað á báðum. Þá hafi ein stúlkan, að fyrirmælum Maxwell, átt að hafa samræði við Andrew. Einnig hafi hún verið neydd til að taka þátt í hópkynlífi með Andrew á einkaeyju Epstein, Little St. James, í Karíbahafinu.

Pósturinn óskaði eftir svari fyrir hádegi næsta dag og var sendur af Annette Witheridge hjá Mail on Sunday.

Pósturinn var sendur til Maxwell af talsmanni hennar klukkan 11:12 þann 4. mars 2011, áframsendur til Epstein og þaðan áfram á dulritað netfang merkt „The Duke“, sem svaraði Maxwell klukkan 11:46 sama dag.

Þann 6. mars 2011, sama dag og Mail on Sunday birti fréttina um Giuffre, sendi Epstein tölvupóst til „The Duke“ kl. 08:51 þar sem hann spurði: „Ertu í lagi?“ og bætti við: „Þessar sögur eru algjör og fullkomin þvæla.“

Andrew hefur ætíð neitað sök og hefur aldrei verið ákærður fyrir neitt brot.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa
Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa

Herinn sagðu beita pyntingum til að sporna við manneklu í sínum röðum
Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar
Myndband
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

Hefur áhyggjur af öryggi kvenna í miðborginni
Pólitík

Hefur áhyggjur af öryggi kvenna í miðborginni

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé
Menning

AMPOP með endurkomu eftir 18 ára hlé

Inga brast í grát á Alþingi
Myndir
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta
Menning

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa
Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa

Herinn sagðu beita pyntingum til að sporna við manneklu í sínum röðum
Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu
Myndband
Heimur

Tyrknesk herflugvél með 20 um borð hrapaði í Georgíu

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

Loka auglýsingu