
Sérfræðingarnir Jeremy Corbell og George Knapp hafa nýverið birt myndband sem sýnir fjóra fljúgandi furðuhlutir (FFH) í laginu eins og „Tic Tac“-töflur sem sveima um himininn rétt utan við strendur Kaliforníu, nálægt herskipi bandaríska flotans.
Atvikið átti sér stað 15. febrúar 2023 og vopnakerfisvettvangur um borð í USS Jackson tók upp fyrirbærin í beinni.
Jeremy segir að fyrirbærin hafi verið sjálflýsandi og að eitt þeirra hafi sést koma upp úr sjónum og farið beint á flug. Hann segir einnig að þau hafi yfirgefið svæðið samtímis, á samhæfðan og samstilltan hátt, sem bendi til að þau deili einhvers konar samskiptakerfi.
Myndbandsupptaka af UFO frá herskipum veitir meiri dýpt en símaupptökur af svipuðum fyrirbærum, eins og sjá má á myndbandinu er ekkert sem bendir til hefðbundinnar driforku, engir hitastrókar eða útblástur sjást.
Lögun fyrirbæranna er einnig mjög eftirtektarverð en þau líkjast óhugnanlega mikið „Tic Tac“-laga FFH-inum sem sást árið 2004 og var síðar aflétt leynd af af varnarmálaráðuneytinu. Það fyrirbæri hefur einnig verið rætt opinberlega á fundum í Bandaríkjaþingi um óútskýrð loftfyrirbæri (UAPs).
Komment