
Dorrit og Ólafur RagnarForsetahjónin fyrrverandi á góðri stund
Mynd: Instagram-skjáskot
Bráðfyndið TikTok-myndskeið hefur farið í dreifingu á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlunum í dag en þar má sjá atriði úr Batman-myndinni Dark Knight Rises en búið er að breyta talinu talsvert.
Í stað hrikalegrar raddar Tom Hardy í gervi erkifólsins Bane, er búið að skeyta rödd Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands í staðinn og útkoman er spaugileg.
TikTok aðgangurinn sem birtir myndskeiðið ber nafnið peopleoficeland sem eru einmitt upphafsorð Ólafs Ragnars í klippunni. Aðgangurinn er glænýr og aðeins þrjú myndskeið, öll nokkuð pólitísks eðlis. Yfirskrift aðgangsins er á ensku Tear down the alt-right eða Rífið niður hitt-hægrið.
Hér má sjá myndskeiðið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment