
Tveir ástralskir læknar sem starfa hafa sem sjálfboðaliðar á Al-Shifa-spítalanum í Norður-Gaza í stutta stund, lýsa ólýsanlegum hörmungum undir linnulausum loftárásum Ísraels. Þeir segja heilbrigðiskerfið þegar hafa hrunið og segja að bæði starfsfólk og sjúklingar lifi við stöðugan ótta við dauðann.
Dr. Nada Abu Alrub sagði í nýútgefnu myndbandi að ferð þeirra til Norður-Gaza hafi tekið átta klukkustundir og að árásir hafi verið linnulausar: „Sprengjur af Apachum, F-35, F-16, drónum, vopn ráðast á okkur úr öllum áttum. Fjöldi sjúklinga og líkamsleifa sem berast er óraunverulegur.“
Aðstæður á spítalanum eru skelfilegar. „Við eigum hvorki sápu né hanska. Við erum að meðhöndla sjúklinga á gólfinu, fjöldaárásir á eftir fjöldaárásum,“ sagði Abu Alrub. Hún bætti við að spítalinn hafi orðið fyrir árásum rétt við aðalinnganginn, bæði í gær og tveimur dögum fyrr. „Við búum þar í nágrenni, við gætum hvenær sem er orðið sprengjum að bráð. Sem alþjóðlegir starfsmenn höfum við ekki einu sinni fengið tilkynningu um brottflutning. Við vitum að við getum dáið á hverri stundu.“
Dr. Saya Aziz lýsti aðstæðum sem „heimsendi“: aðgerðarbekkir brotnir, flugur sveima um skurðstofur, ekkert sogtæki, ósótthreinsuð vinnuaðstaða. „Heilbrigðiskerfið er ekki að hrynja, það hefur þegar hrunnið,“ sagði hún.
Báðar lýstu þær einnig sálrænum áhrifum á Palestínumenn og heilbrigðisstarfsfólk: engin nettenging, engin samskipti við fjölskyldur, stöðugar sprengjur. Aziz sagði: „Þetta er blettur á mannkyninu. Ég skammast mín fyrir að kalla mig manneskju … við þurfum tafarlausa, hindrunarlausa læknisaðstoð og vopnasölubann núna.“
Dr. Abu Alrub rifjaði upp einn atburð sérstaklega: „Kona missti höfuðið í loftárás, komin níu mánuði á leið. Við urðum að framkvæma neyðar keisaraskurð … sem betur fer lifði stúlkubarnið af.“
Þá sagði hún einnig í myndskeiðinu að þeim hafi verið hótað lífláti ef þær þegi ekki yfir því sem þær verða vitni að á Gaza. „Í miðju fjöldaárásinni í dag var ekkert internet og ekkert rafmagn, Wi-Fi tengingin er ennþá úti þannig að við getum ekki haft samband við fjölskyldumeðlimi og ekki birt ljósmyndir. Og svo er verið að segja okkur að þegja, annars sé líf okkar í hættu. Hvað á það að þýða? Við megum ekki birta myndirnar af því að þær eru of viðbjóðslegar en við erum að skrá þetta núna, fyrir framtíðina. Einhver þarf að sjá þetta, einhver þarf að hjálpa þessu fólki.“
🚨 Australian Doctors in Gaza: “Healthcare Is Not Collapsing — It Has Collapsed”
— Drop Site (@DropSiteNews) September 20, 2025
Dr. Nada Abu Alrub and Dr. Saya Aziz, two Australian doctors volunteering in northern Gaza’s Al-Shifa Hospital, have released a harrowing video describing mass death under relentless bombardment.… https://t.co/nmdytih0OW pic.twitter.com/CaV5hr2Y7Q
Komment