Eitt glæsilegasta og virðulegasta hús landsins er komið á sölu en sú eign sem um ræðir er Öldugata 16.
Húsið stendur á stórri hornlóð við Öldugötu og Ægisgötu. Það er steinað að utan með hrafntinnu og silfurbergi sem gefur því einstakt útlit og yfirbragð. Byggingarstíll og gæði eru með eindæmum ásamt staðsetningu í gamla Vesturbænum.
Húsið er 397.6m² og eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Eigendur hússins óska eftir tilboðum í það.








Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment