
Tónlistarmaðurinn Ozzy Osbourne lést í morgun, 76 ára að aldri.
„Það er með meiri sorg en orð fá lýst sem við tilkynnum að okkar ástkæri Ozzy Osbourne lést í morgun. Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og kærleika. Við biðlum til allra um að virða einkalíf fjölskyldunnar á þessum tíma,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans.
Ozzy Osbourne gerði garðinn frægan sem söngvari ensku rokkhljómsveitarinnar Black Sabbath, en átti svo farsælan sólóferil. Hann var oft nefndur myrkraprinsinn (e. Prince of Darkness). Síðar urðu raunveruleikaþættir um fjölskyldu hans, The Osbournes, gríðarlega vinsælir. Hann hélt lokatónleika sína með Black Sabbath í Birmingham þann 5. júlí síðastliðinn.
Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök, en Osbourne hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár.
Komment