Tónlistarmaðurinn Rúrik Gíslason er án nokkurs vafa einn þekktasti Íslendingurinn um þessar mundir en landsliðsmaðurinn fyrrverandi náði miklum vinsældum á stóra sviðinu þegar Ísland lék á EM árið 2016. Dáðust þá margir netverjar að útliti Rúriks og var hann á endanum kominn með yfir eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram.
Síðan þá hefur hann verið duglegur að koma sér fram á ýmsum sviðum og hefur hann setið fyrir í mörgum auglýsingum.
Mannlíf fékk ábendingu um Rúrik væri fyrirsæta í auglýsingu fyrir nefhárarakvélar en auglýsing þessi birtist í öllum flugvélum Swiss International Air Lines.

Á kassa nefhárarakvélarinnar er að finna mynd af kappanum þar sem vísað er í orð hans um vöruna.
„So cool. So easy,“ sem mætti þýða sem „Svo svalt. Svo auðvelt.“
Framleiðendur vörunnar segja öll vandamál sem tengjast nefhárarakstri hafa verið leyst með þessari vöru.

Komment