
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna var haldinn hátíðlegur Vestanhafs í gær, 4. júlí, sjálfsagt með prompi og prakt. Til eru Íslendinga sem fagna deginum hér á landi, hvort sem um er að ræða vegna ástar sinnar á Bandaríkjunum eða grín. Salka Sól Eyfeld er ein þeirra.

Í gær birti söng og útvarpskonan vinsæla Salka Sól Eyfeld myndir og myndbönd frá 4. júlí veisluhöldum hjá henni og vinum hennar en samkvæmt henni hefur hún haldið upp á daginn síðastliðin átta ár. Segir hún að grínið hafi gekk allt of langt og að flóknara hafi verið að halda upp á dag Bandaríkjanna í ár. Skrifaði hún við færslu sem hún birti á Instagram eftirfarandi texta:
„Grín sem gekk alltof langt. Búin að halda uppa þennan dag síðastliðin 8 ár, örlítið flóknara að grínast með þetta þetta árið en fyrst og fremst er ég stemmnings kona.“

Komment