
Sara Lind og Stefán EinarSeldu húsið vegna skilnaðar.
Mynd: Samsett
Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi hafa selt hús sitt en það var sett á sölu eftir að tilkynnt var um í vor að þau væru að skilja.
Húsið sem um ræðir er Mosagata 14 og er staðsett í Garðabæ. Það er 224 fm að stærð og var reist árið 2018. Upphaflega voru settar 204.900.000 krónur á þetta glæsilega hús en það var selt á 185.000.000 krónur.
Árbæingurinn Elísa Björg Sveinsdóttir og Craig William Morton keyptu húsið af Stefáni og Söru.

Smartland greindi fyrst frá.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment