Glæsilegt einbýlishús á Álftanesi hefur verið sett á sölu.
Húsið er á einni hæð með innbyggðum bílskúr, verönd, heitur pottur og fleira prýða þessa fallegu eign sem er á þessum vinsæla stað á Álftanesinu. Það er 191.4m² á stærð og var byggt árið 1996.
Það eru fimm svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi. Það er innarlega í botnlanga við opið svæði og hefur stórglæsilega suðurverönd og svo er önnur á austurhlið hússins með heitum potti. Lofthæð er mikil í húsinu. Þetta er sannkallað fjölskylduhús.
Eigendurnir vilja fá 173.900.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment