
Á eftirsóttum stað í Kópavogi er komið á sölu virkilega glæsilegt einbýlishús með fallegu útsýni og aukaíbúð að Aflakór 18.
Um er að ræða rúmgóða og vel skipulagða eign sem hentar einstaklega vel stórum fjölskyldum eða þeim sem vilja sameina heimili og tekjumöguleika.
Húsið er skráð 340,6 fermetrar að stærð, en til viðbótar er um 55 fermetra óskráð rými sem nýtist sem sjónvarpsherbergi og heimarækt eða tómstundarherbergi. Heildarstærð eignarinnar er því um 395,6 fermetrar, sem veitir íbúum mikið rými og fjölbreytta nýtingarmöguleika.
Eignin var byggð árið 2011 og ber þess merki að vandað hafi verið til verka bæði hvað varðar hönnun og frágang. Stórir gluggar tryggja gott birtuflæði og njóta íbúar fallegs útsýnis úr helstu rýmum hússins.
Á lóðinni er afar aðlaðandi útisvæði með verönd, heitum potti og útigeymslum, auk opins græns svæðis sem býður upp á notalega útiveru og næði. Þetta útisvæði er kjörið fyrir samveru fjölskyldu og vina allt árið um kring.
Eigendurnir vilja fá 270.000.000 fyrir húsið.

Komment