Glæsilegt einbýlishús við Lambasel 44 í Breiðholti er komið á sölu á 174.900.000 krónur. Húsið var byggt árið 2006 og er reist úr forsteyptum einingum á tveimur hæðum.
Birt stærð eignarinnar er 240,6 fermetrar en skráð stærð er 204,4 fermetrar. Innan hússins er aukaíbúð sem er um 40 fermetrar að stærð og gefur fjölbreytta möguleika, en lítið mál er að opna úr sjónvarpsrými inn í hana og sameina rýmin ef óskað er.
Með eigninni fylgir bílskúr sem er skráður 36,2 fermetrar. Húsið stendur á rúmgóðri 805 fermetra lóð sem býður upp á gott útirými.
Eignin er staðsett á eftirsóttum stað í Breiðholti, í nálægð við þjónustu, skóla og útivistarsvæði, og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja rými og sveigjanleika í búsetu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment