Komið er á sölu Blikanes 8 en eins og sumir eflaust vita er húsið teiknað af Kjartani Sveinssyni og ber húsið þess merki.
Það er staðsett á Arnarnesinu góða og er 214.5m² á stærð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, fallega arinstofu sem væri hægt að nýta sem hjónaherbergi, eldhús með hvítri U-laga innréttingu, svefnherbergisgang, hjónaherbergi, þrjú barnaherbergi, tvö baðherbergi þar sem útgengt er úr öðru út á timburverönd fyrir aftan hús. Þar er heitur pottur og útihús með rafmagni, þvottahús með hvítri innréttingu.
Eigendur hússins vilja fá 199.000.000 krónur fyrir það.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment