Eitt fallegasta hús Reykjavíkur er komið á sölu en um er að ræða Skerplugötu 9.
Húsið var byggt árið 1908 og er 260.6m² á stærð en inn í því eru tvær aukaíbúðir. Einn þeirra er í húsi á lóðinni en önnur í kjallaranum. Reyndar er tekið fram að stór hluti sé undir súð svo að heildarflöturinn er stærri. Svo er auðvitað heitur pottur fyrir utan þetta bjarta hús í póstnúmeri 102.
Fimm svefnherbergi eru til staðar og fjögur baðherbergi.
Eigendur vilja fá 239.900.000 króna fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment