1
Fólk

Umdeildur fyrrverandi þingmaður selur íbúð

2
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

3
Heimur

Sorg á Lanzarote eftir óvænt andlát manns á sextugsaldri

4
Innlent

Kristinn borgaði 380 þúsund fyrir flug til Norður-Kóreu

5
Landið

Búast má við snjó og stormi í vikunni

6
Innlent

Lífsbjörg birtir magnaðar björgunarmyndir

7
Heimur

Nýjar upplýsingar í leitinni að litla Gus Lamont

8
Heimur

Sænsku glæpagengin orðin uppgefin

9
Innlent

Grunsamlegur maður greip í hurðarhúna

10
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

Til baka

Simmi fer í meðferð

„Ég er stoltur af þessari ákvörðun.“

sigmar vill Simmi Vill Sigmar Vilhjálmsson
Athafnamaður í hvíldSigmar hefur komið að fjölmörgum verkefnum í gegnum tíðina en nú er verkefnið hann sjálfur.
Mynd: Facebook / Simmi Vill

Athafna- og veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er farinn í meðferð til að losa sig við áfengisneyslu.

„Ég er að fara í meðferð vegna áfengisvanda sem hefur tekið of mikið pláss í lífi mínu og haft neikvæð áhrif á samskipti og ákvarðanir síðastliðin tvö ár,“ segir hann á samfélagsmiðlum sínum.

„Áfengi er hætt að vera gleðigjafi og ég hef notað það sem flóttaleið í stað þess að nálgast það af gleði og hvað þá hófsemi. Flóttaleiðirnar með áfengi hafa verið margvíslegar og engar af þeim leiðum hafa verið farsælar. Það hefur hvorki verið farsælt né heilsusamlegt, og því er þetta skref bæði rétt og tímabært.“

Sigmar opnar sig um málið til að forðast kjaftasögur. „Ég er að deila þessu með ykkur hér til að hlífa mínum nánustu frá því að verða upplýsingafulltrúar mínir næstu 6 vikurnar og vonandi að koma í veg fyrir að það komi fram kjaftasögur um mig sem mitt nánasta fólk sér sig knúið til að leiðrétta.“

Hann stendur með ákvörðun sinni. „Ég er stoltur af þessari ákvörðun. Hún er tekin fyrir heilsuna mína, mína nánustu og framtíðina.“

Þá sendir hann fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn. „Eina sem ég bið um er virðing fyrir einkalífinu á meðan. Og ég þakka af öllu hjarta fyrir stuðninginn sem mér verður eflaust sýndur.“

Sigmar vakti nokkra athygli þegar hann sagði frá því að hann hefði verið stöðvaður af lögreglu við akstur undir áhrifum.

Árið 2023 seldi hann Ölmu leigufélagi húsið sitt í Mosfellsbæ. Hann hafði boðað að hann hefði ákveðið að lifa bíllausum lífsstíl. Síðar sagði hann frá því að hann hefði stundað ölvunarakstur, grandalaus. „„Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið,“ sagði hann, en kvöldið fór illa þegar varðkerfi Securitas fór í gang í Minigarðinum og hann taldi sig knúinn til aksturs, grunlaus um að hann væri í ölvunarástandi þegar hann var stöðvaður á Miklubrautinni við reglubundið eftirlit.

Nú er Sigmar hins vegar á beinu brautinni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Reggígoðsögnin Jimmy Cliff er fallin frá
Heimur

Reggígoðsögnin Jimmy Cliff er fallin frá

„Hann kunni virkilega að meta hvern og einn fyrir ást þeirra og stuðning.“
Yfir 250 börn enn í haldi mannræningja í Nígeríu
Heimur

Yfir 250 börn enn í haldi mannræningja í Nígeríu

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

Sænsku glæpagengin orðin uppgefin
Heimur

Sænsku glæpagengin orðin uppgefin

Reistu minnisvarða til heiðurs Sigurði Kristófer
Innlent

Reistu minnisvarða til heiðurs Sigurði Kristófer

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Ísrael segir upp herforingjum en hafnar rannsókn
Heimur

Ísrael segir upp herforingjum en hafnar rannsókn

Búast má við snjó og stormi í vikunni
Landið

Búast má við snjó og stormi í vikunni

Sorg á Lanzarote eftir óvænt andlát manns á sextugsaldri
Heimur

Sorg á Lanzarote eftir óvænt andlát manns á sextugsaldri

Forseti Alþingis flytur ávarp á samstöðudegi Palestínu
Innlent

Forseti Alþingis flytur ávarp á samstöðudegi Palestínu

Nýjar upplýsingar í leitinni að litla Gus Lamont
Heimur

Nýjar upplýsingar í leitinni að litla Gus Lamont

Kristinn borgaði 380 þúsund fyrir flug til Norður-Kóreu
Innlent

Kristinn borgaði 380 þúsund fyrir flug til Norður-Kóreu

Þýski stórleikarinn Udo Kier er látinn
Heimur

Þýski stórleikarinn Udo Kier er látinn

Fólk

Simmi fer í meðferð
Ný frétt
Fólk

Simmi fer í meðferð

„Ég er stoltur af þessari ákvörðun.“
Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

Umdeildur fyrrverandi þingmaður selur íbúð
Myndir
Fólk

Umdeildur fyrrverandi þingmaður selur íbúð

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik
Fólk

Dóri DNA skrifar framhald af Svartur á leik

Selja Kjartanshús á Arnarnesi
Myndir
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

Loka auglýsingu