
Þarna er pláss fyrir marga11 svefnherbergi eru í húsinu samkvæmt auglýsingu.
Nú er tækifæri til að eignast risastórt og fallegt hús á Skólavörðustíg og kostar það aðeins 500 milljónir.
Um er að ræða einstaklega fallegt og sögufrægt hús sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkisins, og er byggt árið 1923 en Guðjón hannaði mörg af þekktustu og flottustu húsum Íslands.
„Húsið er í nýbarokksstíl, með sveigðum gaflbrúnum og barokkgluggum með smárúðum sem setja svip sinn á húsið. Húsið er áberandi kennileiti á Skólavörðuholtinu og er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð,“ segir í auglýsingu um húsið.
Samkvæmt auglýsingunni eru 11 svefnherbergi í húsinu og 11 baðherbergi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment