
Starfsmaður hjá hafnaboltaliðinu Pittsburgh Pirates hefur verið sendur í leyfi eftir að hann slóst við stuðningsmann liðsins um helgina á heimvelli þeirra á sama tíma og liðið spilaði gegn San Diego Padres
Samkvæmt CBS átti atvikið sér stað eftir að starfsmaðurinn reyndi að stía mönnum í sundur sem höfðu átt í ágreiningi við afgreiðslumann í sjoppu vallarins.
Á myndbandinu sem náðist af atvikinu má sjá hvernig starfsmaður Pirates og einn mannanna byrja að rífast áður en högg fljúga.
Starfsmaðurinn hafði yfirhöndina til að byrja með en fólk reyndi þá að grípa inn í til að stoppa átökin en þegar stuðningsmaðurinn fór að hrækja blóði á starfsmanninn þá fór allt úr böndunum á nýjan leik.
Sem betur fer tókst fólki að stilla til friðar að lokum og lögregla mætti á vettvang og tók skýrslu.
Í yfirlýsingu sem Pirates sendu frá sér á mánudaginn sögðu þeir hegðun starfsmannsins „algjörlega óásættanlega“ og bættu við að hann hafi verið settur í tafarlaust leyfi. „Málið er enn til rannsóknar,“ bættu þeir við.
So last week the Pirates had a drunken underage idiot fall from the stands into the field. Cracked his skull.
— Keystone Free Press (@KeystonePress1) May 6, 2025
Last night we had an usher beat up a fan in front of women and children. Then takes his belt off and proceeds to whip the fan with it.
Imagine if the usher was white… pic.twitter.com/2HoMdLS6v8
Komment