1
Innlent

Bænastund í Mosfellsbæ vegna sviplegs andláts ungs drengs

2
Sport

Mögulegt að KSÍ kæri áhorfanda til lögreglu

3
Pólitík

Söguleg stund á Alþingi

4
Pólitík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi

5
Heimur

Greta opnar sig loks um pyntingar og niðurlægingu í haldi Ísraela

6
Fólk

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu

7
Innlent

Óli kinnbeinsbraut mann í Reykjavík

8
Heimur

Heidi Klum opnar sig um brjóstahár

9
Heimur

Hvetur Hamas til að hætta að skjóta óbreytta borgara

10
Fólk

Skammast sín fyrir lús

Til baka

Skammast sín fyrir lús

Kristín og Íris opna sig um samsæriskenningar, erótík og heilsukvíða

Krístin Reynisdóttir og Íris Kristín Smith
Kristín og Íris eru taktlausarLáta allt sem þeim dettur í hug flakka.
Mynd: Víkingur

Hlaðvarpið Tvær taktlausar hóf göngu sína í september en óhætt er að segja að það hafi vakið athygli á stuttum tíma fyrir opna umræðu um fjölbreytt málefni.

Konurnar á bakvið hlaðvarpið eru þær Íris Kristín Smith, grunnskólakennari og grínisti, og Kristín Viðarsdóttir, kjarnastjóri á Hnoðraholti, en ljóst er að þær eru óhræddar að láta gamminn geisa.

Mannlíf ræddi við Íris um hlaðvarpið.

Hvað gerir ykkur svona taktlausar?

„Við höfum líklega ekki eitt ákveðið svar við því,“ segir Íris um málið. „Nafnið Taktlausar hljómaði einfaldlega vel í okkar eyrum. Stundum erum við taktlausar án þess að reyna það, við eigum það til að segja hluti sem passa ekki alveg inn í samhengið. Kannski erum við bara ekki alltaf í takt við raunveruleikann, hver veit?“ segir grínistinn.

„Við ákváðum að stofna hlaðvarp þar sem okkur finnst ótrúlega gaman að tala um allt og ekkert og leyfa öðrum að njóta þess með okkur,“ sagði Íris um hvernig það kom til að þær ákváðu að stofna hlaðvarp. „Við eigum margt sameiginlegt, og Hafdís, unnusta Kristínar og vinkona mín, stakk upp á því að við yrðum frábærar saman í hlaðvarpi. Við tókum hana á orðinu og ákváðum að slá til.“

Íris Kristín Smith
Íris Kristín SmithEr grunnskólakennari og grínisti
Mynd: Víkingur

Íris segir að það hafi þó tekið smá tíma koma hlaðvarpinu í gang því þær ræddu fyrst hugmyndina í vor en fyrsti þátturinn kom út í september. „Ég var enn á fullu í handboltanum og að fikra mig áfram í improv-samfélaginu, á meðan Kristín var upptekin við að skrifa meistararitgerð. Þess vegna hófst samstarfið ekki fyrr en nú í haust,“ og segir Íris að búast megi við vikulegum þætti frá þeim og nýtt umræðuefni sé tekið fyrir í hverjum þætti. Þá séu þættirnir oft ansi „steiktir“ að mati Írisar.

Hefur lært að hugsa fyrst

Þegar Íris er spurð hvor þeirra sé taktlausari þá segist hún þurfa að velja sig sjálfa. „Kristín er mun skynsamari en ég. Þegar ég var yngri sagði ég oft hluti sem ég hefði betur mátt halda fyrir mig. Sem betur fer hef ég þroskast töluvert og lært að hugsa áður en ég framkvæmi,“ segir grunnskólakennarinn.

Hvað er það taktlausasta sem þú hefur gert á árinu?

„Það hlýtur að vera þegar ég var í búð með dóttur minni. Hún stóð fyrir framan kerruna, og ég sagði við hana: „Bíb bíb, færa sig.“ Þá færði sig starfsmaðurinn sem stóð við hliðina á og afsakaði sig vandræðalega. Ég reyndi að útskýra að þetta hefði ekki verið sagt við hann en ég er ekki viss um að hann hafi skilið það.“

Erótísk lús í Danmörku - brot úr þættinum

Kristín: Það er eitt að fá lús þegar maður er barn, það er annað að fá lús þegar maður er fullorðin. Það er hundraðfalt meiri skömm.

Íris: Það er miklu meiri skömm, ég er sammála því.

Kristín. Ég fékk lús þegar ég bjó úti í Danmörku. Danir eru lúsablesar. Í alvöru, það er lúsafaraldur í Danmörku. Það eru allir með lús þarna. Það fyrst sem þú sérð þegar labbar inn í apótek þarna er lúsasjampó. Allt liðið [innskot blaðamanns: Handboltalið unnustu Kristínar] hennar Hafdísar var með lús. Ég var heimavinnandi húsmóðir, hvaðan náði ég í lús? Ég smitaðist, þannig að ég er að „outa“ Hafdísi líka sem lúsablesa. Þetta var hræðilegt. Lyktin af þessu lúsasjampói er svo mikill viðbjóður.

Íris: Guð minn góður. Þetta er hræðilegt.

Kristín: Við vorum að kemba hvor aðra.

Íris: Það er alveg svolítið sexy.

Kristín: Ég er svona fyrir aftan hana eins og í Ghost, kemba hana rólega. Ef ég horfi til baka þá var þetta ekkert eðlilega erótískt.

Íris: Jáááá, mér finnst þetta rómantískt.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ástralskur kappakstursmaður sakaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonu Michaels Schumacher
Heimur

Ástralskur kappakstursmaður sakaður um að hafa nauðgað hjúkrunarkonu Michaels Schumacher

Maðurinn segir samband þeirra hafi verið náið og með samþykki beggja.
Þorpari braut upp hurð í Laugardal
Innlent

Þorpari braut upp hurð í Laugardal

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar
Minning

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

Bænastund í Mosfellsbæ vegna sviplegs andláts ungs drengs
Innlent

Bænastund í Mosfellsbæ vegna sviplegs andláts ungs drengs

Konur afhentu innheimtubréf
Myndir
Innlent

Konur afhentu innheimtubréf

Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?
Kynning

Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu
Fólk

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu

Mannréttindasamtök saka Ísrael um að halda palestínskum lækni sem gísl
Heimur

Mannréttindasamtök saka Ísrael um að halda palestínskum lækni sem gísl

ASÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík
Innlent

ASÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi
Myndband
Pólitík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi

Dópaður ökumaður tekinn með kylfu
Innlent

Dópaður ökumaður tekinn með kylfu

Fólk

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu
Fólk

Sara og Stefán Einar seldu húsið 20 milljónum undir ásettu

Árbæingur sem hefur búið hefur í Skotlandi keypti húsið
Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

Skammast sín fyrir lús
Viðtal
Fólk

Skammast sín fyrir lús

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“
Fólk

Bubbi um gervigreind í tónlist: „Öll lög eru farin að hljóma eins“

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum
Myndir
Fólk

Sigurður ljósmyndari selur risahús í Vogunum

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Loka auglýsingu