
Bezazel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels og fulltrúi hægriöfgamanna í ríkisstjórn landsins, sagði að til væri „viðskiptaáætlun“ sem fæli í sér að breyta Gaza-ströndinni í „fasteignaævintýri“.
Í ræðu á ráðstefnu um endurnýjun borga í Tel Aviv sagði Smotrich að hann væri í viðræðum við stjórn Donalds Trump um hvernig skipta ætti arðinum. Yfirlýsingar hans hafa vakið mikla gagnrýni.
Fram komu fregnir um að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi kallað eftir því að eignir Smotrich og samflokksmanns hans, Itamar Ben-Gvir, yrðu frystar og að þeim yrði meinað að ferðast inn á Schengen-svæðið vegna „öfgafullra“ yfirlýsinga þeirra.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, olli mikilli reiði í fyrra þegar hann varpaði fram hugmynd um að taka yfir Gaza og flytja palestínsku íbúana þaðan til að breyta svæðinu í „mið-austurlenska rivíeríu“.
Tillagan hefur mætt harðri gagnrýni víða um heim og Trump verið sakaður um að „kalla opinskátt eftir þjóðernishreinsunum“.
Hér má sjá myndskeið af Smotrich tala um málið.
Komment