Sumt fólk vill eiga stór hús en annað fólk vill eiga lítil hús. Svo eru aðrir sem vilja hús í millistærð, ef svo mætti kalla. Slíkt hús er nú til sölu í Kópavogi.
Það er 139,8 m2 raðhús á einni hæð með aukinni lofthæð með innbyggðum bílskúr á barnvænum stað í Smáranum í Kópavogi. Fallegur garður er að aftanverðu með barnakofa, og kaldri i útigeymslu, stór nýleg verönd til suðvesturs með heitum potti með stýringu í appi. Leiksvæði fyrir börnin er fyrir neðan garðinn og fylgir með hellulagt bílastæði með snjóbræðslu.
Eigendur hússins vilja fá 139.900.000 krónur fyrir það.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment