1
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

2
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

3
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

4
Landið

Ísak rændi bíl í Veiðivötnum

5
Pólitík

Ungir Miðflokksmenn segja fjölmiðla ljúga

6
Landið

Stuðningur við Palestínumenn óvelkominn hjá Strandabyggð

7
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

8
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

9
Landið

Gera grín að lélegum vegmerkingum í Fjallabyggð

10
Innlent

Hjálmtýr vekur athygli á sölu vína frá „landránsbyggðum“ Ísraels

Til baka

Sonur Isaac Hayes segir föður sinn ekki hafa hætt sjálfviljugur í South Park

„Vísindakirkjan hætti fyrir hann“

Isaac Hayes III
Isaac Hayes IIISatt skal vera satt
Mynd: NYKIERIA CHANEY/Getty Images/AFP

Isaac Hayes III, sonur tónlistarmannsins og leikarans Isaac Hayes, hefur stigið fram og varpað ljósi á áralangar vangaveltur um brotthvarf föður hans úr hinum geysivinsælu teiknimyndaseríu South Park. Í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Facebook segir Hayes yngri að faðir hans hafi ekki sjálfur ákveðið að hætta sem rödd persónunnar Chef, heldur hafi það verið gert að undirlagi annarra innan Vísindakirkjunnar.

„Faðir minn hætti ekki í South Park. Vísindakirkjan gerði það,“ skrifar Hayes III. Hann segir að eftir að umdeildur þáttur þáttarins, “Trapped in the Closet“, fór í loftið árið 2005, þar sem meðal annars var gert grín að Vísindakirkjunni og Tom Cruise, hafi faðir hans fengið heilablóðfall sem gerði hann ófæran um að tala eða taka ákvarðanir á eigin spýtur.

„Hann var ekki í neinu ástandi til að segja neinu upp. Sannleikurinn er sá að einhver innan Vísindakirkjunnar tók þá ákvörðun og hætti í þáttunum fyrir hann,“ segir Hayes III.

Isaac Hayes, sem lést árið 2008, hafði verið rödd persónunnar Chef frá upphafi þáttanna árið 1997 og naut mikilla vinsælda hjá áhorfendum. Samkvæmt Hayes III naut faðir hans þess mjög að vinna að þáttunum.

South Psrk
South ParkChef með krökkunum frá South Park

„Hann elskaði að vera rödd Chef. Hann elskaði persónuna. Hann elskaði að tengjast aðdáendum. Hann grínaðist við fólk sem kannaðist við röddina hans og naut þess virkilega að vera hluti af þáttunum.“

Árið 2006 bárust fréttir þess efnis að Hayes hefði hætt í þáttunum vegna þess að honum hafi fundist þeir „gera grín að trúarbrögðum annarra“, en sonur hans segir þá skýringu vera tilbúning.

„Sagan um að hann hafi hætt vegna þess að hann móðgaðist yfir háðsádeilunni er ekki sönn. Það var yfirvarp sem aðrir bjuggu til. Faðir minn fékk aldrei að tala fyrir sjálfan sig, því heilsa hans svipti hann því tækifæri.“

Hayes III segir það vera mikilvægt að leiðrétta þessa sögu nú, fyrir aðdáendur föður hans og persónunnar Chef:

„Hann yfirgaf South Park ekki af fúsum og frjálsum vilja. Hann var neyddur út – af veikindum og af fólki sem hafði ekki hagsmuni hans í huga. Þetta er sannleikurinn um hvað raunverulega gerðist.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

„Er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhverskonar réttindi og ábyrgð?”
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum
Heimur

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa
Heimur

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi
Innlent

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi

Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

„Ég ætla mér ekkert annað í þetta skiptið – engir aðrir brandarar, bara kettir“
Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís
Fólk

Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu