
Eftir þrettán ára sambúð og tæplega ellefu ára hjónaband hafa fjölmiðlamaðurinn og siðfræðingurinn Stefán E. Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, ákveðið að fara hvort í sína áttina.
Í færslu á Facebook í morgun greinir Stefán Einar frá ákvörðuninni. Þar segir hann að þau hafi nýverið tilkynnt sínum nánustu um skilnaðinn, sem hafi verið sameiginleg og ígrunduð ákvörðun.
„Við höfum átt ótal minningar saman – þar á meðal ferðalög um heiminn, barnabækur, þýðingar og skrif – og dýrmætast af öllu eru synir okkar tveir,“ skrifar hann.
Þá bætir hann við að þrátt fyrir að ákvörðunin hafi verið þung sé hún ekki merki um skipbrot. Þau nálgist framtíðina með bjartsýni og virðingu hvort fyrir öðru.
„Við ætlum að halda af stað mót framtíðinni með bjartsýni að vopni,“
Komment